Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 86 VÉLSAUMUR AÐ FÓÐRA JAKKA Þegar jakki er fóðraður eru saumaður tveir jakkar, annar úr jakkaefni og hinn úr fóðurefni. Þegar að bakstykki, framstykki og ermar hafa verið saumuð saman eru ytra og innra byrði jakkans sameinuð. YTRA BYRÐI FRAM RÉ FRAM RÉ BAK RÉ ERMI RÉ FÓÐUR FRAM RÉ BARMFÓÐUR FÓÐUR BAK RÉ ERMI RÉ 1. Saumaðu vasa og önnur smáatriði (lek, rendur o.fl.) á framstykkið, bakstykkið og ermarnar. Saumaðu barmfóðrið við framstykki fóðursins. Þau eiga að vera samtals jafn stór og framstykki á jakka. Ef þú vilt hafa brjóstvasa saumaðu hann þá við rétt fyrir neðan handveg. FÓÐUR BAK RÉ 2. Saumaðu hanka á fóðrið á hálsmálið fyrir miðju, frá réttu, með beinsaumi nokkrum sinnum nálægt brún. 3. Gakktu frá kraga eða hettu. RA RÉ 4. Saumaðu axlarsauma á jakkanum og fóðrinu. 5. Saumaðu ermar á jakkann og fóðrið. Jakkinn og fóðrið líta út eins og kross. 6. Nældu hliðarsaum á ermum og mátaðu til að ákvarða jakkasídd og lengd á ermum. Ekki sauma strax! Taktu títuprjónana úr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=