HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 82 VÉLSAUMUR UNGBARNAHÚFA Stærð: 70 cm Efnisþörf: * teygjuefnabútar * stroffefni 42 cm x 10 cm Aðferð: 1. Klipptu húfubútana (4 stk.) eftir sniðinu. Bættu við 1 cm saumfari. Þráðrétta = eftir lykkjuröð í efninu. 2. Klipptu stroffefnið þannig að renningurinn teygist á lengdina. Bættu við 1 cm saumfari. 3. Saumaðu húfubútana saman tvo í einu með lokusaumavél. Saumaðu helmingana saman. 4. Merktu á brún húfunnar á 8 stöðum með jöfnu millibili með blýanti eða með því að klippa hak uppí brúnina. 5. Saumaðu enda stroffsins saman. Brjóttu stroffið tvöfalt og merktu það á 8 stöðum eins og á húfunni. 6. Leggðu húfuna og stroffið saman með réttu á móti réttu þannig að merkin standist á. „Þræddu“ stykkin saman með beinsaumi. Saumaðu stykkin saman með lokusaumavél.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=