HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 62 VÉLSAUMUR HÁRBAND Efnisþörf: * flauels- eða velúrbútar * 15 cm teygja, breidd 2 cm (-vatt) Aðferð: 1. Klipptu 15 x 40 cm og 6 x 25 cm búta úr efninu. Ef þú vilt að hárbandið verði þykkara klipptu þá einnig 7 x 40 cm af vatti. 2. Brjóttu minni bútinn tvöfaldan eftir lengdinni með rönguna út og saumaðu lengri hliðina saman með beinsaumi. Snúðu stykkinu við, gott að nota öryggisnælu. 3. Þræddu teygjuna inn í lengjuna með öryggisnælu. Festu teygjuendana vel beggja vegna með beinsaumi. Þá rykkist hárbandið. 4. Brjóttu stærri bútinn eftir lengdinni með rönguna út. Leggðu vattið á aðra hliðina. Saumaðu. vatt RA RA 5. Stingdu endunum á rykktu lengjunni í gegnum opið á hlið stærri lengjunnar inn í enda beggja vegna. Gættu þess að ekki snúist uppá rykktu lengjuna. Nælið og saumið fyrir báða endana. 6. Snúðu hárbandinu við. Saumið fyrir opið í höndum þannig að ekki sjáist. Op til að snúa við Nældu bútana saman. Saumaðu lengri hliðina. Skildu eftir op á miðri hlið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=