HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 54 AÐ REKJA UPP LOKUSAUMSPOR 1. Klipptu á beinsauminn frá réttunni. 2. Dragðu beinsauminn úr með sprettuhníf. Það er auðveldast á þunnum efnum. 3. Gripsporin rakna upp sjálfkrafa. VÉLSAUMUR LOKUSAUMAVÉL – ÖRYGGISATRIÐI 1. Þegar saumað er með lokusaumavél eru ekki notaðir títuprjónar! Títuprjónarnir geta farið auðveldlega á milli hnífa, eyðilagt bitið og augun þín geta verið í hættu. 2. Settu efnið vandlega undir saumfótinn með því að lyfta honum upp að framanverðu. 3. Stýrðu þannig að hnífarnir skeri alltaf smávegis af brún efnisins. 4. Láttu staðsetningarmerkin standast á um leið og þú saumar. 5. Gættu þess að efnið haldist slétt undir saumfætinum svo vélin skeri ekki gat á efnið. 6. Ef það er nauðsynlegt að nota títuprjóna, festu þá í minnst 5 cm fjarlægð jafnhliða brúninni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=