HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 52 VÉLSAUMUR ERMI MEÐ RYKKINGARÞRÆÐI 1. Stilltu saumavélina: beint spor sporlengd 4–5 spenna á yfirtvinna 2–3 (eins og hnappagat) 2. Saumaðu 2 beinsauma meðfram sveigðri brún ermakúpunnar frá réttu: fyrri sauminn saumfótarbreidd frá efnisbrún, annan sauminn saumfótar- breidd frá fyrri saumnum, réttan á efni snýr upp. Hvorki bakka við byrjun né við enda saums! 3. Stilltu vélina aftur á venjulega stillingu. 4. Hnýttu endana saman öðrum megin frá röngunni, togaðu svo varlega í hinum megin frá. Sveigða brúnin á að verða kúpt en gættu þess að hún verði ekki rykkt. 5. Nældu og saumaðu ermina við handveg á milli rykkingarþráðanna. Rétta (Ré) Ranga (Ra) hertu að
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=