Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 4 Góð ráð • Lokusaumavélin – ruslapoki. Endurnýttu litla innkaupapoka fyrir ruslið. Settu annað handfangið undir fótinn á vélinni. • Ef nemendur eiga það til að týna minnstu áhöldunum, prófaðu þá að láta hvern nemanda eða hvern hóp hafa litla körfu með öllum áhöldum. Hver karfa er merkt með númeri og hvert áhald er merkt með sama númeri. • Blöð og sniðarkir haldast betur í röð og reglu ef þau eru sett í möppur og hvert snið í sinn plastvasa. Þá er gott að merkja plastvasana með límmiðum, hvaða snið og í hvaða stærð. Ef vinnulýsingar eru notaðar mikið er hægt að setja bókaplast á þær. • Ef oddurinn á bambusprjónum er ójafn og garnið festist í honum er hægt að prófa að ydda hann með góðum yddara og pússa hann með fínum sandpappír. • Það er auðveldara að sauma þykk efni þegar – þú eykur þyngdina á saumfætinum. Kannaðu hvernig á að gera það í leiðbeiningabókinni! – þú lengir saumsporin. – þú grípur um efnið með vinstri hendi fyrir aftan saumfótinn og með hægri hendi fyrir framan saumfótinn til að mata vélina. Það er auðveldara að sauma yfir gallabuxnasauma ef létt er á þyngdinni á saumfætinum, rétt á meðan saumað er yfir þann stað. • Merkt fyrir saumförum á snið. Það er auðveld leið að merkja fyrir 1 cm saumförum á snið ef tveir blýantar eru límdir saman með límbandi og teiknað með báðum meðfram sniðinu. • Að stækka snið. Ef stækka á gömul snið er hægt að varpa mynd á vegg. Límdu pappír á vegginn, varpaðu sniðinu á vegginn í réttri stærð og teiknaðu útlínurnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=