HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 35 HEKL INNKAUPANET/BOLTANET Efni: – 100–150 g bómullargarn – heklunál nr. 3 Aðferð: 1. umf: Heklaðu 10 LL. Tengdu í hring með keðjulykkju. 2. umf: Heklaðu 2 LL. Heklaðu 23 ST í hringinn. Lokaðu hringnum með keðjulykkju. 3. umf: Heklaðu 3 LL. *Heklaðu 1 ST, 1 LL* í ST úr fyrri umferð. Lokaðu hringnum með keðjulykkju. 4. umf: Heklaðu 3 LL. *Heklaðu 1 ST, 2 LL* í ST úr fyrri umferð. Lokaðu hringnum með keðjulykkju. 5. umf: Heklaðu 3 LL. *Heklaðu 1 ST, 3 LL* í ST úr fyrri umferð. Lokaðu hringnum með keðjulykkju. 6. umf: Heklaðu 1 LL. *Heklaðu 3 FL* á milli ST úr fyrri umferð. Lokaðu hringnum með keðjulykkju. 7. umf: Heklaðu *6 LL, 1 FL* fyrir ofan ST úr fyrri umferð. 8. umf: Heklaðu *6 LL, 1 FL* í miðjan loftlykkjuboga úr fyrri umferð. 9. umf: Heklaðu *6 LL, 1 FL* í miðjan loftlykkjuboga úr fyrri umferð. Endurtaktu 9. umferð þar til netið er orðið hæfilega langt. Ef ÞÚ GERIR INNKAUPANETIÐ: – Heklaðu 2 umferðir af FL í efri brún netsins. – Heklaðu höldu á efri brún netsins: Heklaðu eins margar LL og þú vilt út frá brúninni (kannaðu lengd og staðsetningu höldunnar). Festu svo við brúnina hæfilega langt frá með KL. – Haltu áfram að hekla FL meðfram brúninni og þá aftur jafnmargar LL og áður fyrir hina hölduna á hinni hlið netsins. – Heklaðu 3 umferðir í viðbót af FL meðfram brún netsins og meðfram höldunum. EF ÞÚ GERIR BOLTANETIÐ: – Heklaðu göng fyrir band með því að hekla 3 ST í hvern loftlykkjuboga. – Búðu til snúru og þræddu hana í göngin undir þriðja hvern stuðul og yfir þriðja hvern stuðul.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=