Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 130 TEXTÍLAÐFERÐIR: BÚTASAUMUR RÓS ÚR BORÐUM Efnisþörf: * um 1 m af satín- eða silkiborða * tvinni * saumnál Aðferð: 1. Brjóttu hornið á borðanum eins og sýnt er á myndinni. 2. Rúllaðu upp miðju rósarinnar og saumaðu á neðri brún borðans. 3. Brjóttu fyrsta krónublaðið með því að gera skábrot í borðann eins og myndin sýnir. Vefðu þétt um miðju rósarinnar og saumaðu neðst. 4. Brjóttu nýtt krónublað á sama hátt, snúðu rósinni við og saumaðu neðst. Haltu áfram með sama hætti þar til rósin er orðin nógu stór. Brjóttu endann inn undir og saumaðu neðst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=