HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 108 TEXTÍLL OG AÐRAR AÐFERÐIR BLÓMAKRANS Efnisþörf: * sveigjanleg víðisgrein * sterkur tvinni eða annar sterkur þráður * jurtir: grasstrá, mosi, sóleyjar og önnur strá eða blóm Svona safnarðu efni: 1. Taktu með þér körfu eða lítinn pappakassa, beittan hníf og sterkan tvinna. 2. Finndu fyrst sveigjanlega víðigrein sem þú snýrð í hring til að gera krans. Hringurinn helst betur ef þú bindur báða enda greinarinnar með tvinnanum. Gerðu um leið lykkju á kransinn með tvinnanum til að hengja hann upp. 3. Tíndu mismunandi jurtir og búðu til stóra vendi úr þeim. 4. Hreinsaðu og klipptu til jurtirnar í mátulega lengdir (um 15 cm) á meðan þú ert úti. 5. Búðu til lítil knippi úr mismunandi jurtum og bittu saman með tvinnanum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=