HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 107 TEXTÍLL OG AÐRAR AÐFERÐIR TRÉ ÚR ÞURRKUÐUM BLÓMUM Efnisþörf: * blómapottur * gifsi * vatn * mosi * grein * mismunandi jurtir Aðferð: 1. Finndu mátulegan blómapott eða annað fallegt ílát. Þú getur líka málað eða klætt dós. 2. Fóðraðu blómapottinn með plastpoka ef það er gat á botninum. 3. Helltu vatni í pottinn rúmlega hálf fullan. 4. Helltu hægt og rólega gifsi í pottinn, þar til í miðjunni myndast smá gifsfjall upp úr vatninu. 5. Hrærðu varlega og þrýstu grein ofan í miðjan pottinn og leyfðu að þorna. 6. Þrýstu kúlulaga blómasvampi ofan á greinina. 7. Stingdu blómum og öðrum jurtum allan hringinn í blómasvampinn. 8. Þektu gifsið í pottinum með mosa (og könglum).
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=