HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 106 TEXTÍLL OG AÐRAR AÐFERÐIR ENDURNÝTING/ÍSSKÁPASEGULL Efnisþörf: * sokkabuxur * tróð * perlugarn * nál með oddi og stóru auga * perlur * efnisbútar Aðferð: 1. Klipptu hólk úr sokkabuxunum (þvermál t.d. 6–8 cm). 2. Þræddu með perlugarni nálægt brún beggja vegna. 3. Settu smávegis af vatti inn í hólkinn. 4. Dragðu í endana beggja vegna til að loka opinu. Hnýttu vel. 5. Saumaðu fyrir opið með spottanum og stingdu nálinni inn í gegnum tróðið hinum megin. Saumaðu perlur í fyrir augu. 6. Saumaðu með sama spotta nef og eyru með því að krumpa saman sokkabuxnaefnið til að forma það. 7. Notaðu upprak úr garni úr ull eða hör til að búa til hár og festa við kollinn með lími. 8. Skreyttu með gleraugum úr, vír eða trefli. Settu rauðar kinnar með krít. 9. Límdu lítinn segul á bakhliðina. Hægt er að búa til vinakort með því að líma sokkafígúru á pappaspjald eða setja í ramma.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=