HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 104 TEXTÍLL OG AÐRAR AÐFERÐIR TUSKUDÚKKA 6. Samfestingur: Leggðu saman tvo búta af teygjuefni með réttu á móti réttu og nældu saman á nokkrum stöðum við brúnirnar. Teiknaðu útlínur samfestingsins eftir sniðinu á teygjuefni með fatakrít. EKKI KLIPPA! Saumaðu axlarsaumana á samfestingnum, hliðarsauma á ermum og bol og skálmum og skrefsauminn með mjóum víxlsaumi eftir línunni. Klipptu samfestinginn frá, skildu eftir 1 cm saumfar meðfram saumnum. Snúðu samfestingnum við á réttuna. 7. Settu dúkkubúkinn inn samfestinginn. Togaðu hendur og fætur út úr ermum og skálmum. 8. Brjóttu 1 cm innaf í hálsmálinu og saumaðu við dúkkuhálsinn með smáum sporum í höndum. Þrengdu hálsmálið aðeins á meðan þú saumar. 9. Brjóttu 1 cm innaf erma- og skálmaopum og saumaðu við dúkkuna eins og í hálsmálinu. 10. Þræddu með tvöföldu perlugarni utan um miðjan búkinn til að móta mitti. Hertu laust að og gakktu frá endum. 11. Mældu ummál dúkkuhöfuðs. Klipptu bút sem er ummál höfuðs á breidd og 6 cm á hæð fyrir húfu. 12. Brjóttu 1 cm fald inn af annarri lengri hliðinni og víxlsaumaðu. Saumaðu húfuna saman að aftan með mjóum víxlsaumi. 13. Saumaðu þræðispor í efri brúnina og lokaðu totunni með því að herða að. Búðu til lítinn skúf úr perlugarni. 14. Settu húfuna á höfuðið og saumaðu hana fasta með smáum sporum í höndum. 15. Saumaðu augu og munn með perlugarni. Þú getur líka saumað nokkra ennislokka.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=