Handan við brúna

Haustmorgunn í Stóraskóla, í Klettahreppi. Stundum er tíminn furðulegur. Stundum líður hann hratt ... og stundum líður tíminn svo hægt að maður getur séð vængi á fljúgandi býflugu. Katla kom með fimmtán epli í skólann. Hún gaf Siggu fjögur epli og Jóni sjö epli. Hvað á Katla mörg epli eftir? Katla og Jón, það er tilviljun að dæmið er svona í bókinni. Ókei breytum þessu. GABRÍEL og ALEXANDRA í staðinn fyrir Kötlu og Jón ... Ég kom EKKI með epli í skólann, mér finnst ekki einu sinni epli góð! Mér finnst þau góð, en ég myndi aldrei borða sjö epli. Mér yrði bara illt í maganum. Ú ú ú! Fjögur epli! 1 Læknar mæla með að borða að minnsta kosti fimm ávexti á dag! En fyrir suma væri betra að borða ekki bara epli. Það er satt sem Jón segir, of mörg epli geta valdið niðurgangi!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=