HANDAN VIÐ BRÚNA Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir
Ísold er mjög ákveðin og segir alltaf það sem henni finnst. Hana langar samt mest af öllu að eiga vini! Ísold Þór er rólegur og fær aðra með sér í lið. Sérstaklega í handahlaupum og ninjuhoppi. Steina er hugmyndarík og sjálfstæð. Hún er pínu eigingjörn en hjálpar vinum sínum þegar hún nennir. Steina Gulli elskar að hanga á hvolfi. Honum finnst gaman að ímynda sér að heimurinn sé bara svona og að hann geti hoppað á skýjunum. Gulli Þór Gulli, Ísold, Steina og Þór eru skólafélagar sem finnst gaman að fara í hlutverkaleik í frímínútum en stundum breytast leikir þeirra í alvöru ævintýri – eða hvað? Skoðaðu fyrstu blaðsíðuna í bókinni og reyndu að ímynda þér hvað muni gerast næst! Kræfir krakkar - Handan við brúna ISBN 978-9979-0-2929-8 © 2024 Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir Ritstjóri: Elín Lilja Jónasdóttir Málfarslestur: Diljá Þorbjargardóttir Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2024 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Hönnun og umbrot: Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir Prentvinnsla: Prentmet Oddi ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja
Haustmorgunn í Stóraskóla, í Klettahreppi. Stundum er tíminn furðulegur. Stundum líður hann hratt ... og stundum líður tíminn svo hægt að maður getur séð vængi á fljúgandi býflugu. Katla kom með fimmtán epli í skólann. Hún gaf Siggu fjögur epli og Jóni sjö epli. Hvað á Katla mörg epli eftir? Katla og Jón, það er tilviljun að dæmið er svona í bókinni. Ókei breytum þessu. GABRÍEL og ALEXANDRA í staðinn fyrir Kötlu og Jón ... Ég kom EKKI með epli í skólann, mér finnst ekki einu sinni epli góð! Mér finnst þau góð, en ég myndi aldrei borða sjö epli. Mér yrði bara illt í maganum. Ú ú ú! Fjögur epli! 1 Læknar mæla með að borða að minnsta kosti fimm ávexti á dag! En fyrir suma væri betra að borða ekki bara epli. Það er satt sem Jón segir, of mörg epli geta valdið niðurgangi!
NEI TAKK! Og ég á ekki pollagalla! Ekki veifa hendinni framan í mig! Leyfðu mér að komast framhjá! Farðu frá, Ísold! Loksins, frímínútur! Ég er búin að bíða alltof lengi! Hver vill skylmast! Ég skora á ykkur í einvígi! Nei, takk. Ég nenni alls ekki að skylmast. Gunnar í Hlíðargerði 6 á víst pollagalla ... en hoppar mjög lágt. Gunnar á Hlíðarenda er hins vegar löngu dáinn og kunni að hoppa. Sagt er að hann hafi stokkið hæð sína í herklæðum! Þú, Gunnar í Hlíðargerði, geturðu ekki hoppað hæð þína í pollagalla? Ég skora á þig í einvígi. 2
Ha? Viltu ekki skylmast? Þvenghaus og þvottapoki! Æi, ég er upptekinn. Taktu fingurinn úr nefinu þínu og taktu upp sverð! 3
Komdu! Förum í einvígi. Ég skal gefa þér forskot og binda um augun á mér. Æ, ég nenni ekki. Ég er að hanga. Hæ Ísold. Hvað ertu að gera? Það getur verið mjög erfitt að hanga á hvolfi, jafnvel lífshættulegt! En að hanga með vinum er hins vegar lífsnauðsynlegt fyrir sálina. 4
Uppáhalds hlaupið mitt er með jarðarberjabragði. Hvernig smakkast handahlaup? Fyrsta regla, gríman fer ekki af. Önnur regla, felið ykkur í skugga og húsasundum. Þriðja regla, lærið handahlaup á húsþökum. Fjórða regla ... Þór! Ég skora á þig í einvígi! Ninja á móti riddara. Hmmm ... 5
Sem skólastjóri Ninjuskólans - er mikilvægt að ég sé til staðar fyrir nemendur. Þú hlýtur að skilja ... Ég hef einfaldlega ekki tíma fyrir barnalega leiki. Nú er nóg komið! Fyrst enginn vill skylmast, þá finn ég aðrar leiðir. 6
Í laut lengst inni í skóginum bak við Stóraskóla. Barnalegir leikir! Hvernig dirfist hann? Allavegana hleyp ég ekki um á náttfötunum! Halló? 7
Það vill ENGINN skylmast við mig! Steina, ég gefst upp ... ég þarf þína hjálp. Hvað ert þú að gera hér? Ég veit, ég gef þeim öllum áhuga ... Hmmm ... á slagsmálum! 8
Jei! Ein matskeið hor! Einn maðkur. Ein krókabjalla. Á! 9
Eins gott að þetta virki! Þolinmæði vinnur allar þrautir. Bimmsalabimm ... abrakadabra ... sjúbídú ... trallarí ... HÓKUS PÓKUS ... Já, stundum taka hlutir langan tíma og þá er best að vera þolinmóð! 10
Mæði og hræði. Nú bý ég til kettlingaæði! 11
12
BREYTTIR ÞÚ ÞEIM Í KETTLINGA? ÉG ELSKA KETTLINGA ... Komdu hingað kisa litla ... Stopp ... kis kis. Ekki hlaupa ... komið aftur. Kis kis! 13
Þetta er ómögulegt! Það vill enginn vera með mér ... ég meina SKYLMAST. pft.. Æi Ísold, farðu bara eitthvað annað fyrst þú ert svona ósátt. Það er frábær hugmynd, Steina. 14
Aaa. Nú finn ég verðuga mótherja! Í Naddavík! Naddarnir eru alkunnir skylmingameistarar. Riddarar vilja skylmast við verðuga mótherja eins og skylmingameistara. En mús er til dæmis ekki verðugur mótherji til að skylmast við ... hún getur ekki haldið á sverði, bara títuprjóni! 15
Ó ... úps Hver ætlar yfir brúna mína? 16
Ég ætla að éta þig! Það held ég nú síður. 17
AAAAAA! Heigull! Hjúkk, þar slapp ég naumlega. Heigull er ekki kryddið sem fer í piparkökur ... það er negull. Önnur orð fyrir heigul, eru gunga, rola, veimiltíta og hræðslupúki. 18
Nubb! Ertu að gefa mér gulrót? Nabb! Nibb nibb? Nibb nibb núbb? Ömmm, takk. Hæ ... eruð þið naddarnir? Alræmdir skylmingameistarar ... Gulrætur eru ekki gular, þær eru appelsínugular. Appelsínugulur kemur frá orðinu appelsína ... Appelsína er gamalt orð sem þýðir „epli frá Kína.” 19
Niiibbb! Takk, þetta er góð gulrót. NIBBÍ NIBBÍ NÍÍ! NIBBÍ NIBBÍ! NIBBÍ NIBBÍ! NIBBÍ NIBBÍ NÍÍ! Hahaha! Hvað viljiði? „Hahaha” stendur fyrir hlátur, en sumir hlæja öðruvísi eins og „hehehe”. Ég þekki mann sem hrýtur smá þegar hann hlær. 20
SEI SEI! Hvað er á seyði hér? Riddari! Í Naddavík!? Það má ekki. Hæ ... ömm. Mér datt í hug að einhver hér vildi fara í einvígi? EINVÍGI! Í Naddavík? Riddarar hafa verið bannaðir í hundrað og tólf ár! NIBBÍ NIBBÍ! Hahaha! NIBBÍ ... 21
Einvígi eru mjög hættuleg og við Naddar gerum ekki slíkt lengur. NÚBBÍ ... Snautaðu heim, aumi riddari! NÚBBÍ... 22
Af hverju vill enginn vera með mér .... ég meina, vill enginn skylmast upp á líf eða dauða? Mjá! Mjá! Mjá! Mjá! Ég bara skil ekki ... 23
Næst breyti ég öllum í snigla! Það er miklu þægilegra! Sniglar klóra EKKI! Rosalega langar mig í fisk ... Áttu fisk Þór? Hvað er að frétta Steina? Kettlingar eru óþolandi! ISS! Kettlingar eru allavegana skemmtilegri en NADDAR! Ekki breyta okkur í snigla, mig langar ekki að vera snigill. En hvað um harðfisk, Þór. Áttu þannig? 24
Eftir lesturinn! • Um hvað fjallar sagan? • Hvernig er söguþráðurinn? • Hvaða atriði fannst ykkur skemmtilegast? Ímyndið ykkur að þið gætuð galdrað. Spjallið saman og rifjið upp söguna. • Hvernig mynduð þið nota galdramáttinn? • Skrifið niður nokkur atriði.
HANDAN VIÐ BRÚNA Ísold vill fara í einvígi, en finnur sér engan andstæðing! Hún leitar til nornarinnar Steinu með óvæntum afleiðingum. Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir 40746
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=