7 Flekamörk eru ýmist á landi eða neðansjávar. Í úthöfunum eru háir fjall- garðar sem kallast hryggir og djúp gljúfur sem kallast rennur. Eftir endilöngu Atlantshafinu liggur úthafshryggur. Á nokkrum stöðum stendur hann upp úr sjónum eins og eyjan okkar Ísland er gott dæmi um. Á flekamörkum er víða eldvirkni. Þar eru gosbelti eins og hér á Íslandi. Sums staðar eru líka heitir reitir þar sem efni úr möttli Jarðar leitar til yfirborðs í svokölluðum möttulstróki. Undir Íslandi er heitur reitur sem hefur verið virkur í 60 milljón ár. Þannig varð eldfjallaeyjan okkar til við síendurtekin neðansjávareldgos. Hún reis úr hafi fyrir um 20 milljón árum. NÝ ORÐ • eldvirkni • gosbelti • heitur reitur 1. Hvaða dýr ætli hafi verið á Pangeu? 2. Á hvaða leið eru flekarnir undir Íslandi? 3. Hvenær varð Ísland til? Hæstu fjöll heims, eins og Himalaya fjallgarðurinn, eru á flekamótum. Ísland liggur á fráreksbelti og heitum reit. Það útskýrir mikla eldvirkni og marga jarðskjálfta. ?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=