Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

6 Þegar við sjáum myndir af Jörðinni þekkjum við ýmis meginlönd sem eru oftast kallaðar heimsálfur. Flekar Hvaða heimsálfur þekkir þú? Fyrir um 250 milljón árum lágu allir megin- landsflekarnir saman og mynduðu risameginlandið Pangeu. Svo gliðnaði Pangea í sundur. Á fráreksbeltum kemst kvika auðveldlega upp á yfirborðið og ýtir flekunum í sundur. Flekar geta líka nuddast saman ef þeir hreyfast samsíða. Það kallast hjáreksbelti. Stundum rennur annar flekinn undir hinn og eyðist í möttlinum. En stundum hlaðast upp há fjöll. Það kallast samreksbelti. Jörðin er lagskipt og yfirborð hennar er samsett úr flekum sem kallast jarðskorpuflekar. Þeir fljóta á möttli Jarðar og eru á sífelldri hreyfingu. Það er eldvirkni úr möttli Jarðar sem kemur flekunum á hreyfingu. Flekamörk geta verið þrennskonar:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=