69 Birkir og Birna eru að skoða útgjöldin sín. Þau fá bæði 5000 krónur í vasapening á mánuði fyrir að hjálpa til heima og vilja spara eins og þau geta. Hvað myndir þú gera við 5000 krónur á mánuði? Búðu til yfirlit yfir mánaðarlegu útgjöldin þín. Í hvað fara peningarnir þínir? Gætir þú sleppt einhverju og sparað fyrir framtíðina? Sofia er að skoða lykilorðin í símanum sínum og tölvunni. Hún vill ekki að fólk komist í persónulegu gögnin hennar. Hana langar til að búa til lykilorð úr orðunum Grúskari – Sofia – Pólland. Hvað getur þú búið til mörg lykilorð úr þessum bókstöfum? Þú mátt nota hvern bókstaf jafn oft og hann kemur fyrir á miðunum hennar. Thor var svolítið hissa þegar hann lærði hvað fullorðið fólk þarf að borga mikinn pening í skatta og tryggingar. Hann fór að hugsa um alla hlutina sem hann á í herberginu sínu og hvað það myndi kosta að kaupa nýja ef þeir skemmdust. Til öryggis skrifar hann lista yfir þá fyrir tryggingarfélagið. Gerðu lista yfir verðmætustu hlutina í herberginu þínu. Veistu hvað þeir kosta? Verkefni og umræður Ég þarf að kaupa fuglamat handa Dísu og svo ætla ég í bíó með Trausta. Ég ætla að kaupa fræ til að grjóðursetja og býflugnanet fyrir afa. Hmm … er fúskari íslenskt orð?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=