68 Persónuvernd NÝ ORÐ • netfang • heilsufar • persónuvernd Að taka mynd af fólki og birta án leyfis á netinu er brot á persónuverndarlögum. Brýtur þú nokkuð þessi lög? Upplýsingar sem tengjast okkur sem einstaklingum kallast persónuupplýsingar. Þetta er til dæmis nafnið okkar, heimilisfang, netfang, símanúmer og jafnvel ljósmynd af okkur. Sumar upplýsingar tengjast heilsufari eða fjölskyldu. Aðrar tengjast fjármálum eða skólagöngu. Hverjar sem þær eru eigum við rétt á því að hafa upplýsingarnar bara fyrir okkur. Það kallast persónuvernd. Stundum þarf að gefa upp persónulegar upplýsingar, t.d. ef þú ert að stofna bankabók eða ferð til tannlæknis. Það er eðlilegt. Ef ókunnugt fólk vill upplýsingar um þig þarftu að vera á varðbergi. Þú skalt aldrei gefa persónuupplýsingar í gegnum netið þegar þú spilar tölvuleiki eða notar samfélagsmiðla.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=