67 1. Hvernig er hægt að nota debetkort? 2. Hvenær mátt þú ráða yfir peningunum þínum? 3. Hvað getur gerst ef annað fólk kemst yfir bankaupplýsingarnar þínar? Á greiðslukortum eru upplýsingar sem er mikilvægt að passa vel. Þeim má ekki deila með öðrum. Það á við um öll bankaviðskipti okkar. Til að auka netöryggi í fjármálum fær fólk rafræn skilríki. Það er nokkurs konar lykill að rafrænum eigum okkar. Rafrænum skilríkjum, lykilorðum og leyninúmerum má ekki heldur deila með öðrum. Sum börn fá snemma debetkort og rafræn skilríki. Þau þurfa að sýna mikla ábyrgð í fjármálum sínum. Foreldrum og forráðamönnum ber samt alltaf skylda til að fylgjast vel með fjármálum barna sinna. Á Íslandi fáum við fjárhagslegt sjálfstæði þegar við verðum 18 ára. Meiri umhverfissóðarnir! NÝ ORÐ • bankaviðskipti • rafræn skilríki • fjármál Vitið þið hvað ég sá um daginn? Það var maður sem verslaði vörur með símanum sínum! Nei, þú ert að misskilja Saga! Þetta voru ekki vöruskipti heldur snertilaus greiðsla með símanum! Ha, í alvöru? Voru þetta vöruskipti eins og í gamla daga? ?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=