Rafrænar greiðslur og netöryggi 66 Í dag eru seðlar og mynt ekki mikið notuð í viðskiptum. Rafrænar greiðslur eru hins vegar orðnar mjög algengar. Þegar fólk borgar með rafrænum hætti þarf það samt að eiga pening fyrir því sem það kaupir. Debetkort og kreditkort eru notuð til að kaupa vörur og þjónustu í verslunum. Þau má líka nota til að til að taka út pening í hraðbanka eða versla á netinu í gegnum tölvu. Oft tengir fólk greiðslukort við símann sinn eða úrið og notar tækin til að greiða fyrir það sem það kaupir. Það kallast snertilausar greiðslur. Á greiðslukortum eru segulrendur og örgjörvar sem tæki í verslunum lesa. Jibbý! Ég er að safna mér fyrir dráttarvél og fékk alls konar gjafakort og pening í afmælisgjöf, meira að segja eldsneytiskort! Eldsneytiskort? Hvað er nú það?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=