65 1. Hvernig eignast ung börn pening? 2. Hvers vegna er góð regla að spara? 3. Hvað eru óvænt útgjöld? NÝ ORÐ • leggja fyrir • sparnaðarreikningur • útgjöld ? Fullorðnir þurfa líka að kunna að spara. Það er miklu ódýrara að safna sér fyrir einhverju en að taka bankalán. Þá þarf ekki að borga bankanum vexti. Þetta þýðir að fólk getur ekki keypt sér hlutinn strax. En stundum þarf að læra að bíða. Það er líka gott að eiga sparifé ef eitthvað kemur upp á. Óvænt útgjöld geta verið ferð til tannlæknis eða ný þvottavél. Þegar fólk fær regluleg laun borgar það í lífeyrissjóð. Það gerir atvinnurekandinn líka. Svo fær fólkið lífeyri úr sjóðnum þegar það hættir að vinna vegna aldurs. staðgreitt vextir lána Vextir af lánum sími tölva snjallúr hjól bíll hús Þegar við tökum lán í banka borgum við bankanum leigu fyrir peningana þar til við höfum greitt allt lánið til baka. Leigugreiðslurnar kallast vextir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=