Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

Sparnaður Það er mikilvægt að læra að leggja fyrir peninga. Ung börn hafa ekki tekjur en stundum fá þau peninga að gjöf. Yfirleitt leggja foreldrarnir peningana inn á sparnaðarreikning. Þegar börn eldast fá þau stundum vasapeninga eða laun fyrir létt störf. Það er góð regla að eyða ekki öllu. Það er hollt að setja sér markmið í sparnaði og safna fyrir einhverju. Sparnað er hægt að setja í spari- bauk eða fara með peninginn í bankann. Peningur á sparnaðarreikningi safnar vöxtum. Þá bætir bankinn meira fé við upphæðina með vissu millibili. En hvaðan koma peningarnir þínir? Langar mig í þetta eða þarf ég þetta? Afmælisgjöf! Skírnargjöf! Jólagjöf! Frá tannálfinum! Dósasöfnun! Barnapössun! Vasapeningur! 64 Frá afa!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=