Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

63 1. Hvað eigum við Íslendingar saman? 2. Hvaða starfsstéttir gæta öryggis okkar? 3. Í hvað fara skattpeningarnir? NÝ ORÐ • skólastig • viðhald • lífeyrir ? Opinber mannvirki eins og hús, bryggjur og vegir þurfa reglulegt viðhald. Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga þarf að fá laun fyrir vinnuna sína. Skattfé fer einnig í lífeyri og bætur til þeirra sem ekki geta unnið svo að við höfum öll einhverjar tekjur. Alþingi, ráðuneyti, opinberar stofnanir og sveitarstjórnir eru rekin fyrir skattfé. Það er líka notað til að borga fyrir kosningar. Sumum finnst óréttlátt hversu stór hluti launa fer í skatt. Við þurfum samt að hjálpast að við að byggja upp samfélag sem öllum líður vel í.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=