61 1. Í hvað eyðir þú peningum? 2. Hvað verður um fólk sem hefur ekki húsaskjól? 3. Hvers vegna er nauðsynlegt að hafa tryggingar? NÝ ORÐ • staðgreiða • afborgun • lífsgæði ? Þegar við ferðumst langar leiðir á milli staða þarf að borga fyrir samgöngur. Strætóferðir kosta peninga og rafmagn eða eldsneyti fyrir bílinn kosta peninga. Fullorðið fólk borgar ýmsar tryggingar, t.d. bifreiðatryggingar, brunatryggingar og innbústryggingar. Það getur borgað sig ef eitthvað kemur fyrir. Stundum verða útgjöldin of há og þá þarf fullorðna fólkið að finna leiðir til að spara. Til dæmis að fækka bíóferðum eða panta færri pítsur. Ef hús brennur getur orðið altjón. Þá er gott að vera með eigur sínar brunatryggðar. Ef við veikjumst þarf að borga fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Það þarf að borga fyrir íþrótta- og tómstundastarf. Það þarf að borga fyrir að hlaða rafmagnsbíla.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=