60 Útgjöld Nauðsynlegt er að hafa tekjur því það kostar að vera til. Við þurfum að borða. Í nútímasamfélagi kaupum við flestan mat þótt við ræktum sumt. Við þurfum líka fjölbreyttan fatnað eftir árstíðum. Við þurfum húsaskjól. Fasteignir eru dýrar og fólk getur sjaldnast staðgreitt þær. Það þarf að taka bankalán eða leigja húsnæðið. Afborganir af húsnæðislánum þarf að greiða mánaðarlega í mörg ár. Húsaleigu þarf einnig að greiða í hverjum mánuði. Við þurfum líka þjónustu. Borga þarf ýmsa reikninga fyrir lífsgæði eins og rafmagn, hitaveitu, sorphirðu, net og sjónvarp.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=