1. Hvað eru vöruskipti? 2. Hvernig voru fyrstu peningarnir? 3. Af hverju þarf fólk tekjur? NÝ ORÐ • tekjur • launafólk • lífeyrir ? Löngu síðar komu peningaseðlar til sögunnar. Auðveldara var að bera þá á sér en þunga poka af mynt. Seðlabanki Íslands lætur slá myntina okkar og prenta peningaseðlana í Englandi. Í dag er samt algengast að fólk noti greiðslukort eða rafrænar greiðslur. Til þess að eignast peninga þurfum við að hafa tekjur. Sumt fólk stofnar fyrirtæki sem leigir eða selur vörur og þjónustu. Þegar fólk ræður sig í vinnu og fær peninga fyrir vinnuframlagið kallast það launafólk og peningurinn laun. Fólk sem getur ekki unnið fær lífeyri frá samfélaginu. Stundum er atvinnuleysi. Þá á fólk sem fær ekki vinnu rétt á atvinnuleysisbótum. Gjaldmiðill Íslendinga heitir króna. Hægt er að nota snjallúr til að borga fyrir vörur og þjónustu. Það kallast snertilausar greiðslur. 59
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=