Peningar 58 Þegar samfélög mynduðust fór fólk að skiptast á vörum. Sjómaður gat sem dæmi skipt á fiski og kjöti frá bónda. Þessi vöruskipti auðvelduðu fólki að sérhæfa sig því þá þurfti hver fjölskylda ekki að framleiða allt sem hún þurfti. Vöruskipti voru lengst af mjög mikilvæg. Fyrstu peningarnir voru mynt úr málmi. Elsta myntin er meira en 4000 ára gömul. Peningar gerðu öll viðskipti mun auðveldari. Ef sjómann vantaði skó þurfti hann ekki lengur að finna skósmið sem vantaði fisk. Hann seldi fiskinn á markaði og keypti síðan skó fyrir peningana. Peningar eru tákn um verðmæti. Á miðöldum var sko eitt kúgildi það sama og sex kindur!! Kindur voru nefnilega svo mikilvægar að við köllum peninga ennþá fé, eins og sauðfé. Já, og meira að segja er orðið peningur mjög gamalt líka og kemur frá orðinu bú-peningur!!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=