Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

55 Verkefni og umræður Artie hrífst af reglulegu hreisturmynstri fiskanna. Hann ákvað að búa til gjafapappír. Artie fékk stóra örk af maskínupappír og límdi hana á borðið. Hann teiknaði hreisturmynstur á allan pappírinn með vaxlitum og málaði svo yfir með vatnslitum. Þegar gjafapappírinn var orðinn þurr losaði Artie límbandið. Prófið að hanna ykkar eigin gjafapappír. Sofia og Thor eru að prófa skeljaleik. Reglur: 1. Safna 10 stórum öðuskeljum. 2. Velja upphafsskel og kasta upp á hver byrjar. 3. Fyrsti keppandinn leggur skel andstæðings á stein og reynir að brjóta hana í einu höggi með sinni skel. 4. Gera til skiptis þar til ein skel er heil eftir. 5. Sá keppandi sem á síðustu heilu öðuskelina er Skeljadrottning eða Skeljakóngur. Saga semur ævintýri um neðanjarðardrottningu sem ræður yfir stóru ríki. Þar eru hellar með fjársjóðum. Þar eru líka salir sem drottningin og þjónar hennar búa í. Milli hellanna eru gangar og ár sem hægt er að sækja vatn í. Teiknaðu sneiðmynd af þessu neðanjarðarríki. Hvar er hægt að komast upp á yfirborðið til að sækja mat? Hvernig ratar þjóðin um gangana? Þú mátt gjarnan semja þína eigin sögu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=