Lífið neðanjarðar – votlendi Landsvæði þar sem jarðvegurinn er yfirleitt blautur kallast votlendi. Þessi svæði eru fjölbreytt. Flóar, flæðimýrar og mýrar eru dæmi um votlendissvæði. Stöðuvötn, tjarnir og lækir tilheyra líka votlendi. Votlendi virkar eins og svampur. Í rigningartíð tekur það við miklu magni vatns. Í þurrkatíð veitir það vatni út í nærliggjandi svæði. Votlendi eru frjósöm svæði og þar þrífast margvíslegar lífverur. Jurtirnar hafa aðlagast lífi í vatni. Lirfur ýmissa skordýra þroskast í lygnu vatninu. Þar búa líka svifdýr, skordýr og smádýr. Í flóum og tjörnum eru stærri dýr eins og síli eða fiskar. 54 NÝ ORÐ • flói • flæðimýri • mýri
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=