53 NÝ ORÐ • lífrænar leifar • næringarsnautt • raki Það fer eftir tegund jarðvegsins hvaða lífverur kjósa að búa þar. Flestar lífverur þurfa súrefni og vatn. Ánamaðkar, sem grafa sér leið í gegnum jarðveginn, hleypa súrefni og vatni að fyrir aðrar lífverur. Smádýr þurfa öruggt umhverfi og skjól. Mold heldur betur í raka en sandur. Þar er líka jafnara hitastig og minni hreyfing á jarðveginum. Þess vegna eru miklu fleiri lífverur í mold heldur en í sandi. Án jarðvegs yxu afar fáar plöntur á Jörðinni okkar. Við gætum ekki ræktað matvæli. Dýrin gætu ekki bitið gras. Lífið ofanjarðar ætti erfitt með að þrífast án jarðvegsins. 1. Hvaða lífverur búa í jarðveginum? 2. Hvaða mengun gæti verið hættuleg fyrir lífverur í jarðveginum? 3. Hvað þurfa lífverur sem búa neðanjarðar? ? Það er lítið skjól í svona sandi, hann er pottþétt á allt of mikilli hreyfingu. Já, það er öruggara fyrir pínulitlar lífverur að búa í mold.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=