Lífið neðanjarðar – þurrlendi Mest allt þurrlendi Jarðar er hulið þunnu lagi af jarðvegi. Hann samanstendur af möl, sandi, lífrænum leifum, lofti og vatni ásamt ótal mörgum smádýrum og örverum. Neðanjarðar búa margar tegundir af ormum, sniglum, skordýrum, bakteríum og sveppum. Þar eru líka rætur og fræ jurtanna sem vaxa á yfirborðinu. Lífverurnar lifa og róta í jarðveginum. Þær halda honum heilbrigðum. Margt getur haft áhrif á lífið neðanjarðar. Flóð geta skolað jarðvegi í burtu. Í miklum þurrkum getur hann fokið á brott. Síendurtekin ræktun getur gert jarðveginn næringarsnauðan. Mengun hefur líka slæm áhrif á smádýrin og örverurnar. 52 Meiri umhverfissóðarnir! Já, við verðum að tína þetta upp. Ef plastið verður eftir á jörðinni fer það að brotna niður. Það væri hræðilegt fyrir smádýrin!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=