Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

Fjara stækkar og minnkar með sjávarföllum. Við köllum þau flóð og fjöru. Fjörur skiptast í: Lífið í fjörunni 50 fjörulús marfló sandormur sandfjörur klettafjörur leirur hnullungafjörur Sumar fjörur eru skjólsælar en aðrar opnari fyrir hafi. Gulur fjörusandur kemur frá skeljum sem hafa brotnað niður á löngum tíma. Svartar fjörur fá lit sinn frá hrauni sem hefur molnað niður. Þær eru því algengar á eldfjallaeyjunni Íslandi. Smádýr eins og sandormar, marflær og fjörulýs fela sig í sandinum eða undir steinum og þangi þegar fjarar. Þau þola þurrkinn illa og þurfa líka að fela sig fyrir fuglum og öðrum rándýrum. Sjófuglar fljúga yfir fjörunni í leit að fæðu. Strandfuglar stinga löngum gogginum í sandinn í von um æti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=