49 NÝ ORÐ • þöngulhaus • ljóstillífun • einfrumungur ? Sjórinn geymir mörg stærri dýr sem eru hvorki fiskar né spendýr. Þessi sjávardýr eru aðeins lítið brot af þeim tegundum sem búa í sjónum. Yfir 70% af yfirborði Jarðar er undir sjávarmáli. Vistkerfi hafsins er gríðarlega fjölbreytt og mikilvægt fyrir alla jarðarbúa. Krabbar eru liðdýr. Þeir hafa tíu fætur og eru alætur. Samlokur eru lindýr sem loka sig inni á milli tveggja skelja. Sæskjaldbökur eru skriðdýr. Þær lifa í sjó en verpa eggjum á landi. Kórallar eru holdýr sem búa mörg saman og byggja upp kóralrif. Kolkrabbar eru lindýr. Þeir hafa átta arma með sogskálum. Krossfiskar eru skrápdýr. Þeir liggja á sjávarbotninum. 1. Hvað gera þörungar? 2. Hvernig dýr eru kórallar? 3. Hvað þekur hafið stóran hluta Jarðarinnar?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=