Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

Sjávargróður kallast þörungar og er undirstaða lífsins á Jörðinni. Þörungar búa til súrefni sem öll dýr, líka sjávardýr, þurfa. Þeir eru líka fæða fyrir sjávardýrin. Þörungar veita mikilvægt skjól, búsvæði og felustaði. Botnþörungar festa sig við sjávar- botninn og vaxa alla ævi á sama stað. Þari festir sig við sjávarbotninn með þöngulhausnum. Svifþörungar, eða plöntusvif, eru örsmáir, oftast bara ein fruma. Þeir svífa um ofarlega í sjónum því þar nær sólarljósið til þeirra. Þá geta þeir ljóstillífað. Um hafið svífa líka örsmá dýr sem mynda dýrasvifið. Þar má finna einfrumunga, egg og lirfur, liðorma og lítil krabbadýr. Sjávargróður og sædýr Sumar þarategundir lyfta blöðum sínum upp með loftfylltum bólum. Þá fá blöðin meira sólarljós. Í hafinu svífa örsmáar lífverur. þöngulhaus klapparþang hrossaþari þöngull þarablöðkur 48

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=