Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

47 1. Hvað kallast afkvæmi a) hvala? b) hreifadýra? 2. Hverjar eru hinar þrjár ættir hreifadýra? 3. Hvaða selategundir lifa við Ísland? NÝ ORÐ • spendýr • miðbaugur • hreifadýr ? Útselur og landselur eru af ætt sela og algengir við Ísland. Útselurinn er stærri en landselurinn. Báðar tegundir veiða í kafi og lifa á smáfiski. Eyrnaselir flokkast í loðseli og sæljón. Þeir eru stundum kallaðir sæbirnir og búsvæði þeirra eru fjarri Íslandi. Rostungar, eyrnaselir og selir eru þrjár ættir hreifadýra. Karldýrið kallast brimill, kvendýrið urta og afkvæmið kópur. Rostungar hafa stórar skögultennur. Þeir nota þær til að róta upp hafsbotninum í leit að æti, hífa sig upp á ísjaka og verja sig. Rostungar sjást stundum við Ísland. Selaættirnar eru tvær og þekkjast á eyrunum. Selir hafa engin sjáanleg eyru, þeir eru klunnalegir á landi en mjög fimir að synda. Eyru eyrnasela sjást vel. Þeir eru fimir í hreyfingum á landi, en þyngri á sér í sjó. Selum finnst gott að koma sér fyrir á steinum, hvíla sig og melta fæðuna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=