Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

46 Sjávargróður og sædýr Hvalir eru stærstu spendýr Jarðar. Þeir skiptast í tannhvali og skíðishvali. Karldýrið kallast tarfur, kvendýrið kýr og afkvæmið kálfur. Tannhvalir finnast í öllum heimshöfunum og mörgum stórfljótum við miðbaug. Þeir lifa á fiski, smokkfiski og kolkröbbum. Sumir háhyrningar lifa á mörgæsum, hreifadýrum og öðrum hvalategundum. Stærsti tannhvalurinn heitir búrhvalur. Steypireyður er stærstur skíðishvala og jafnframt stærsta dýr sem hefur lifað á Jörðinni! Skíðishvalir hafa ekki tennur heldur sía dýrasvif, krabbadýr og smáfisk með aflöngum brjóskplötum í skoltinum. Þær kallast skíði. Hvalir geta farið í langar köfunarferðir og á höfði þeirra er blástursop sem flytur lungunum súrefni þegar þeir koma upp á yfirborðið. höfrungar Vatnahöfrungar hafa allt að 200 tennur! Náhvalir hafa eina tönn – á höfðinu! steypireyður búrhvalur Tannhvalir eru með eitt öndunarop en skíðishvalir hafa tvö.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=