Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

45 1. Hvernig anda fiskar? 2. Til hvers nota fiskar sporðinn? 3. Hvaða fiskur getur svifið upp úr sjónum? NÝ ORÐ • grunnsævi • hryggdýr • hreisturplata ? Útlit fiska getur samt verið mjög ólíkt á milli tegunda. Það er vegna þess að þeir hafa þróast á ólíkan hátt til að bregðast við mismunandi aðstæðum í umhverfi sínu. Skarkoli er flatur og hefur bæði augun á sömu hliðinni. Hann grefur sig í sand á sjávarbotni til að fela sig fyrir rándýrum eða bíða eftir bráð. Fiðrildafiskur hefur svarta bletti við sporðinn svo að rándýr haldi að höfuðið sé þar. Svo syndir hann í burtu í óvænta átt. Flugfiskur getur lyft sér upp úr sjónum og svifið um í loftinu. Þannig forðast hann hættur í hafinu. Sleggjuháfur hefur augu á sitt hvorum enda höfuðsins. Þess vegna hefur hann góða yfirsýn yfir umhverfi sitt. Sæhestar eru með langa snoppu sem auðveldar þeim að ná sér í fæðu. Sporður sæhesta líkist hala og þeir nota hann til að halda sér föstum við sjávargróður. Lúsífer býr í myrku hafdjúpinu. Hann er með veiðistöng. Á enda hennar er ljós sem l aðar aðra fiska að.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=