Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

44 Fiskar í hafinu Fiskar eru forn dýrategund sem varð til löngu á undan risaeðlunum. Fiskar eiga búsvæði um allt hafið, bæði í heitum sjó og köldum, á grunnsævi og í hafdjúpinu. Þeir eru líka í mörgum ám og stöðuvötnum. Fiskar eru hryggdýr með kalt blóð og anda í gegnum tálkn. Húð þeirra kallast roð. Flestir fiskar hafa hreisturplötur á roðinu. Flestar fisktegundir eru breiðastar í miðjunni en mjókka þegar nær dregur sporði og haus. Þessir fiskar synda með því að hreyfa líkamann til hliðanna. Þeir nota uggana til að synda af stað, nema staðar og halda jafnvægi. kviðuggi sporður raufaruggi hjarta tálkn lifur sundmagi bakuggar haus kvarnir langa loðna steinbítur ufsi ýsa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=