41 Verkefni og umræður Birna og Birkir ákváðu að skoða dótið heima með gagnrýnum augum. Hvort um sig flokkaði dótið sitt í það sem þeim fannst vera stelpudót, strákadót og dót fyrir öll kyn. Svo veltu þau fyrir sér hvort strákar gætu leikið sér með stelpudótið og öfugt. Skoðaðu dótið þitt. Kannski kemstu að einhverju áhugaverðu! Saga og Sofia eru að skoða veggspjald af tíðahringnum. Þær eru mjög áhugasamar um kynþroskaskeiðið og ætla að undirbúa sig vel. Þær hafa líka safnað alls konar tíðarvörum saman og eru að læra um þær. Hvað eru tíðarvörur? Kannaðu málið. Artie er að ímynda sér hvernig hann og vinir hans í Grúskfélaginu munu líta út þegar þau eru orðin eldri og búin að taka út kynþroskann. Hann hefur teiknað sig með skegg, breiðari kjálka, stærra barkakýli, breiðari axlir og nokkrar bólur. Hvernig sérð þú þig fyrir þér eftir nokkur ár? Teiknaðu framtíðarmynd af þér. BLÆÐINGAR EGGBÚSFASI EGGLOS GULBÚSFASI Tíðahringurinn
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=