Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

40 Félagslegur þrýstingur Samfélagið er sífellt að segja okkur hvernig við eigum að vera, hvað við eigum að gera og kaupa. Þetta kallast félagslegur þrýstingur. Þegar við eldumst eykst þrýstingurinn enn frekar. Krakkar og unglingar fá stanslausar auglýsingar í gegnum snjallsíma frá samfélagsmiðlum og skilaboð frá áhrifavöldum. Mörgum börnum finnst þau þurfa að eiga sömu hluti og vinirnir, hlusta á sömu tónlistina og hafa svipaðar skoðanir. Önnur hugsa mikið um það hvernig manneskjur þau eru, uppgötva sjálfstæði sitt og prófa sig áfram með ný áhugamál. NÝ ORÐ • þrýstingur • samfélagsmiðill • áhrifavaldur Það er flott að standa með skoðunum sínum Það er sterkt að þora að segja nei. Það er töff að taka sjálfstæðar ákvarðanir Það er gott að hafa val

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=