39 NÝ ORÐ • samkyn- hneigð • samband • sanngirni 1. Hvernig getur ástfangið fólk sýnt hvoru öðru a) virðingu? b) sanngirni? 2. Hvernig getum við hjálpað öðru fólki að treysta okkur? 3. Hvers vegna skiptir það máli að við fáum að elska það fólk sem við viljum? Þegar við verðum unglingar og loks fullorðin langar mörgum okkar til að vera í sambandi með manneskju sem við elskum. Fólk sem er í sambandi þarf að passa að báðum aðilum líði vel. Það þarf að sýna virðingu og traust, umhyggju og sanngirni. Sum sambönd endast alla ævi. Stundum ákveður fólk að það vilji ekki lengur vera saman. Þá hættir það saman eða skilur. Það er notaleg tilfinning að upplifa hrifningu og ást. Skilnaður getur hins vegar vakið upp erfiðar tilfinningar. Góð samskipti láta okkur öllum líða vel, sama af hvaða kyni við erum og hver sem kynhneigð okkar er. Komum því fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur. ?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=