Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

38 Kynhneigð Þegar við eldumst finnum við flest fyrir nýjum tilfinningum gagnvart öðru fólki. Við verðum skotin í annarri manneskju og jafnvel ástfangin. Kynhneigð segir til um hverjum þú hrífst af. Algengasta kynhneigðin er gagnkynhneigð en það er þegar stelpur hrífast af strákum og strákar af stelpum. Þessar ólíku tilfinningar eru fullkomlega eðlilegar. Ást getur verið allskonar. Aðrar kynhneigðir kallast t.d. samkynhneigð og tvíkynhneigð. Samkynhneigðir strákar kallast hommar og samkynhneigðar stelpur kallast lesbíur. Tvíkynhneigð geta hrifist af stelpum, strákum eða stálpum. Eikynhneigð er þegar... ... fólk laðast ekki að öðrum. Pankynhneigð er þegar ... ... fólk getur hrifist af hverjum sem er!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=