37 1. Hvað er að vera trans? 2. Hvað er að vera sís? 3. Hvaða máli skiptir það fyrir okkur að fá að vera eins og við erum? NÝ ORÐ • upplifa • samráð • aðgerð ? Ég er ekki viss um að ég sé strákur, svona innst inni. Ha? Hvað meinarðu? Ég hef oft óskað þess að hafa fæðst stelpa. Mér finnst það passa betur við mig en ég er samt ekki alltaf viss. Stundum finnst mér ég verða að þykjast vera strákur af því að allir í kringum mig búast við því. Það hlýtur að vera skrýtin tilfinning. Ég ímynda mér oft hvernig það væri að vera stelpa. Ég held að mér liði betur ef ég fengi að prófa það. Ég hef átt leynilegt stelpu- nafn frá því að ég var barn. Jæja Þóra mín! Ég þori eiginlega ekki að tala um þetta við neinn! Okkur þykir vænt um þig, hvernig sem þú upplifir þig. Við viljum bara að þér líði vel!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=