Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

36 Kynvitund Kynvitund segir til um af hvaða kyni við upplifum okkur. Yfirleitt passar kynvitund okkar við kynið sem okkur var úthlutað við fæðingu. Stelpur sem upplifa sig sem stelpur og strákar sem upplifa sig sem stráka eru sís. Stundum upplifa börn að þau séu annað hvort stelpa í líkama stráks eða strákur í líkama stelpu. Þau eru trans. Stundum upplifa börn að þau séu bæði strákur og stelpa. Eða hvorki strákur né stelpa. Þessi upplifun getur farið fram og til baka. Þau eru kynsegin. Kynsegin börn eru stálp og kynsegin fullorðnir eru kvár. Oft vill kynsegin fólk nota önnur orð um sig sjálft heldur en hann eða hún, til dæmis orðið hán. Sum ungmenni, sem eru trans eða kynsegin, taka inn lyf sem stöðva kynþroskann tímabundið. Það er alltaf gert í samráði við lækni. Sumt fullorðið fólk, sem er trans, fer í aðgerð til að breyta líkama sínum. Það kallast kynstaðfesting. Sumar trans manneskjur vilja það ekki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=