35 Hár vex á svæðinu í kringum typpi og pung og typpið stækkar. Pungurinn dökknar og skinnið verður krumpað. Hann ver eistun og heldur réttum hita á sáðfrumunum. Pungurinn er viðkvæmt svæði. Blöðruhálskirtill framleiðir næringarefni fyrir sáðfrumur og sáðblaðran framleiðir vökva sem hjálpar sáðfrumunum að synda. Hár fara að vaxa á píku en innri kynfæri, leg, leggöng, eggjastokkar og eggjaleiðarar undirbúa sig fyrir barneignir. Kynfærin skiptast í ytri sjáanleg kynfæri og innri kynfæri sem eru í kviðarholinu. Eggjastokkar framleiða egg. Yfirleitt einu sinni í mánuði færist egg með eggjaleiðurum niður í legið og festast í slímhúð. Það bíður þess að frjóvgast. Ef það gerist ekki hefjast blæðingar og líkaminn losar sig við eggið. NÝ ORÐ • mútur • slímhúð • frjóvga 1. Hvert er hlutverk mjólkurkirtla? 2. Hvað gerist við blæðingar? 3. Hvað kallast ytri kynfærin? ? eggjastokkar leg legháls leggöng sáðrás eista eistalyppa blöðruháls- kirtill sáðblaðra þvagblaðra þvagrás eggjaleiðarar
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=