Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

34 Breytingar á líkamanum Á kynþroskaskeiðinu verða miklar breytingar á líkamanum. Það getur kallað fram alls konar tilfinningar. Öll börn hafa brjóst, geirvörtur, vörtubauga og mjólkurkirtla. Brjóst kvenna safna fituvef og stækka. Mjólkurkirtlarnir framleiða mjólk fyrir afkvæmi. Geirvörturnar og vörtubaugarnir stækka líka og brjóstin verða aum. Karlar framleiða mjög lítið af kvenhormónum og þess vegna stækka brjóst þeirra ekki. Karlhormón hafa áhrif á barkakýli sem er inni í hálsinum, það stækkar og raddböndin lengjast. Hjá flestum strákum dýpkar röddin og þeir fara í mútur. mjólkurkirtlar vörtubaugur geirvarta Skólahjúkrunarfræðingur fræðir nemendur meðal annars um kynþroska og mikilvægi heilbrigðra lífshátta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=