Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

33 1. Hvernig vitum við af hvaða kyni við erum? 2. Hvenær hefst kynþroskinn? 3. Hvaða breytingar verða á líkamanum þegar við verðum kynþroska? ? NÝ ORÐ • stálp • kynhormón • erfðir Kynþroskinn hefst þegar líkaminn byrjar að framleiða kynhormón. Þau valda margvíslegum breytingum, bæði líkamlegum og andlegum. Það fer að vaxa hár við kynfærin, undir höndum, á handleggjum og fótleggjum. Flestir strákar fá líka hár á bringuna og í andlitið. Svitakirtlarnir verða virkari þegar kynþroskinn hefst. Húðin framleiðir meiri fitu. Við þurfum að passa að þvo húðina og hárið reglulega. Sum börn byrja að nota svitalyktareyði til að koma í veg fyrir óþægilega lykt. Líkaminn tekur vaxtarkipp, við hækkum og þyngjumst. Erfðir, næring og fleiri þættir hafa áhrif á endanlega hæð okkar og vaxtarlag. Við getum fundið fyrir tilfinninga- sveiflum. Oft er stutt á milli gleði og leiða. Við erum ekki bara að þroskast líkamlega heldur einnig andlega. Margir unglingar fá bólur. Það er eðlilegt. Þegar okkur líður illa er gott að tala við einhvern sem við treystum.”

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=