Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

31 1. Nefndu þrjú hlutverk sem þú hefur í lífinu. 2. Mega stelpur og strákar hafa sömu áhugamál? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? 3. Hver ákveður hvernig leikföng stelpur og strákar eiga? NÝ ORÐ • maki • óskráð • kynjakerfi ? Gamlar hefðir hafa áhrif á kynhlutverkin. Þau eru hluti af kynjakerfinu sem er allt í kringum okkur. Kynhlutverk tengjast oft staðalímyndum. Dæmi um gamlar staðalímyndir eru að konur eigi að vera sætar, ljúfar og duglegar að þrífa. Eða að karlar eigi að vera stórir, sterkir og góðir að gera við bíla. Það er líka staðalímynd að strákar séu fjörugir og stundum dálítið óþekkir en stelpur þægar og vandvirkar. Eru svona staðalímyndir sanngjarnar? Eru þær réttar? Sammála! Ég ætla að giftast manneskju sem ég elska þegar ég verð stór, sama af hvaða kyni hún er. Við skulum bara vera við sjálf og breyta þessu kynjakerfi í … í … í gordjöss gæðakerfi! Þetta kynjakerfi er skrítið, ég er ekki viss um að það henti mér! Ég vil ekki láta segja mér hvað ég á að gera í framtíðinni!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=