30 Kynhlutverk Við höfum mörg hlutverk í lífinu. Við erum börn foreldra okkar og barnabörn ömmu og afa. Við erum kannski yngra eða eldra systkini og vinur eða vinkona. Eftir því sem við eldumst og þroskumst breytast hlutverkin. Við getum til dæmis orðið foreldrar, stjúpforeldrar eða makar. Í samfélaginu eru margar óskráðar reglur um kynin. Það þýðir að fólk býst t.d. við því að manneskja af ákveðnu kyni hagi sér á ákveðinn hátt, klæðist ákveðnum fötum og hafi ákveðin áhugamál, þetta eru kynhlutverk. Ég á mest stelpuleikföng eins dúkkur, prinsessudót o g bleikt bollastell. Ég á mest strákaleikföng eins og bíla, verkfæri og ofurhetjukalla. Ha, eru til stelpuleikföng og strákaleikföng? Ég elska bara allt dót í öllum litum!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=