Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

27 Verkefni og umræður Fróðný elskar að prófa hvað virkar og hvað virkar ekki. Hún á flottan segul og ætlar að skoða hvaða hlutir laðast að seglinum og hvaða hlutir gera það ekki. Svo skráir hún niðurstöðurnar. Síðan ætlar Fróðný að kanna hvað hlutirnir í hvorum dálki eiga sameiginlegt. Prófaðu líka! Birkir sagði Birnu að ef hún myndaði stöðurafmagn, með því að nudda blöðru við hárið á sér, gæti hún notað blöðruna til að beygja vatn! Birna er búin að nudda blöðruna vel og skrúfa frá kranavatninu. Skyldi þetta takast? Kannaðu málið. Thor hefur fengið Artie til að mála þessa fínu ljósaperu. Hann ætlar að skrifa orð sem byrja á raf- á gula renninga, festa þá eins og geisla í kringum peruna og fá hana þannig til að skína. Hjálpaðu Thor að finna eins mörg orð og þú getur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=